Andri Snær um könnun MMR: „Fór strategísk bylgja af stað með Guðna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:51 Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. visir/valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent