Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 11:12 Drekinn Haraldur hárfagri við Færeyjar. Mynd/Peder Jacobsson, Expedition America 2016. Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. Skipið var í morgun statt á Selvogsbanka vestan Vestmannaeyja og gæti náð inn á Faxaflóa og ytri höfnina í Reykjavík í kvöld eða nótt. Það siglir fyrir vindi og því eru tímasetningar óvissar því byr ræður en ákveðið er að móttökuathöfn verði í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 á morgun, við Sjóminjasafnið. Þetta er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í nútíma frá því víkingaöld lauk, 35 metra langskip, og krefst 30 manna áhafnar. Það lagði upp frá Ögvaldsnesi við Haugasund í Noregi þann 23. apríl. Til Íslands kemur skipið frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem áhöfnin þurfti að bíða í viku eftir hagstæðum byr. Áður hafði skipið lent í óvæntu viðgerðarstoppi í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Eftir mótttökuathöfnina verður skipið verður fært yfir á Austurbugt, sem er bryggjusvæðið við ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu. Skipið mun hafa viðdvöl á Íslandi í 2-3 daga. Á þessu tímabíli mun skipið vera opið almenningi milli 16:00-18:00. Leiðangurinn er til að minnast siglingaafreka Leifs Eiríkssonar og félaga fyrir þúsund árum. Frá Reykjavík liggur leiðin áleiðis til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land, en áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar hins forna. Þaðan er áformað að sigla til Nýfundnalands, til L‘anse aux Meadows, en þar eru einu staðfestu rústir sem fundist hafa í Kanada eftir siglingar norrænna manna, eins og þeim er lýst í fornsögum. Drekinn Haraldur hárfagri siglir síðan inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar, þaðan áfram inn á Vötnin miklu og verður meðal annars komið við í Toronto og Chicago. Áætlað er að siglingunni ljúki í Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum þann 18. ágúst. Hér má sjá heimasíðu leiðangursins Expedition America 2016. Tengdar fréttir Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. Skipið var í morgun statt á Selvogsbanka vestan Vestmannaeyja og gæti náð inn á Faxaflóa og ytri höfnina í Reykjavík í kvöld eða nótt. Það siglir fyrir vindi og því eru tímasetningar óvissar því byr ræður en ákveðið er að móttökuathöfn verði í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 á morgun, við Sjóminjasafnið. Þetta er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í nútíma frá því víkingaöld lauk, 35 metra langskip, og krefst 30 manna áhafnar. Það lagði upp frá Ögvaldsnesi við Haugasund í Noregi þann 23. apríl. Til Íslands kemur skipið frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem áhöfnin þurfti að bíða í viku eftir hagstæðum byr. Áður hafði skipið lent í óvæntu viðgerðarstoppi í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Eftir mótttökuathöfnina verður skipið verður fært yfir á Austurbugt, sem er bryggjusvæðið við ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu. Skipið mun hafa viðdvöl á Íslandi í 2-3 daga. Á þessu tímabíli mun skipið vera opið almenningi milli 16:00-18:00. Leiðangurinn er til að minnast siglingaafreka Leifs Eiríkssonar og félaga fyrir þúsund árum. Frá Reykjavík liggur leiðin áleiðis til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land, en áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar hins forna. Þaðan er áformað að sigla til Nýfundnalands, til L‘anse aux Meadows, en þar eru einu staðfestu rústir sem fundist hafa í Kanada eftir siglingar norrænna manna, eins og þeim er lýst í fornsögum. Drekinn Haraldur hárfagri siglir síðan inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar, þaðan áfram inn á Vötnin miklu og verður meðal annars komið við í Toronto og Chicago. Áætlað er að siglingunni ljúki í Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum þann 18. ágúst. Hér má sjá heimasíðu leiðangursins Expedition America 2016.
Tengdar fréttir Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30