Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið valin til þáttöku í aðalkeppni San Sebastian hátíðarinnar. Hátíðin fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni frá 16.-24 september.
Mun Eiðurinn keppa um Gullnu Skelina, aðalverðlaun hátíðarinnar sem veitt eru fyrir bestu mynd.
Eiðurinn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 6. september, en myndin verður frumsýnd hérlendis þann 9. september.
Baltasar Kormákur fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni.
Baltasar Kormákur framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og RVK Studios. Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.
Eiðurinn valin til aðalkeppni á San Sebastian hátíðinni
