Fótbolti

Stelpurnar komnar á EM í Hollandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar eru komnar á EM.
Stelpurnar eru komnar á EM. vísir/eyþór
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag.

Þetta er þriðja Evrópumótið sem stelpurnar komast á í röð en þær voru einnig með í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013.

Ísland getur ekki endað neðar en í 2. sæti riðils 1 og þökk sé úrslitunum í dag er ljóst að liðið verður alltaf eitt af þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sex.

Íslensku stelpurnar eiga tvo leiki eftir í undankeppninni. Klukkan 18:45 í kvöld mæta þær Slóveníu á Laugardalsvelli og á þriðjudaginn mæta þær Skotlandi á sama velli.

Þessi 11 lið eru komin á EM 2017:

Holland (heimalið)

Ísland

Spánn

Frakkland

Svíþjóð

Þýskaland

Sviss

England

Noregur

Skotland

Belgía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×