Gunnar Bragi: Flatt auðlindagjald á rafbylgjur, orku og sjávarútveg Snærós Sindradóttir skrifar 16. september 2016 12:05 Gunnar Bragi segir að það sé of einsleit umræða um auðlindagjald á Íslandi í dag. Horfa þurfi til fleirri atvinnugreina en sjávarútvegs. VÍSIR/STEFÁN Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“ Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“
Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00