Enski boltinn

United vill fá James í janúar sem má yfirgefa Real

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Rodríguez fagnar marki með Kólumbíu á Copa America í sumar.
James Rodríguez fagnar marki með Kólumbíu á Copa America í sumar. vísir/getty
Ensku götublöðin greina frá því í morgun að kólumbíski miðjumaðurinn James Rodríguez verði leyft að yfirgefa Evrópumeistara Real Madrid í janúar en hann virðist ekki vera í framtíðarplönum Zinedine Zidane, þjálfara liðsins.

James var í aukahlutverki hjá Real Madrid í fyrra en er þó búinn að spila tvo leiki á þessu tímabili og báða sem byrjunarliðsmaður. Háværir orðrómar voru í gangi í sumar um að James myndi fara frá Real en ekkert varð úr því.

Manchester United er sagt mjög áhugsamt um að bæta James við sig þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar en José Mourinho er nú þegar búinn að eyða tæplega 200 milljónum punda í fjóra leikmenn.

James gekk í raðir Real Madrid frá Monaco sumarið 2014 og sló í gegn á fyrsta tímabili þegar hann skoraði þrettán mörk af miðjunni í 29 leikjum í spænsku 1. deildinni. Hann spilaði aðeins 17 leiki sem byrjunarliðsmaður í deildinni í fyrra og kom níu sinnum inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×