Þögn er afstaða Finnur Árnason skrifar 16. september 2016 07:00 Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar