Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2016 19:45 Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57
Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15