Kjörsókn var 78,5% og er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í kjördæminu með 8509 atkvæði eða 31,5 prósent. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Framsóknarflokkurinn með 5154 atkvæði eða 19,1 prósent.

Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29,1 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 15,8 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,5 prósent.
Von er á síðustu tölum í Norðvesturkjördæmi um átta leytið.