Innlent

Í beinni: Úrslitin ráðast eftir langa nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir stendur kosningavaktina alla helgina.
Vísir stendur kosningavaktina alla helgina. Vísir
Kjörstöðum á landinu var langflestum lokað klukkan 22 í gærkvöldi og síðan þá hafa starfsmenn kjörstjórna setið sveittir við að telja atkvæði um land allt.

Talningu lauk fyrst í Reykjavíkurkjördæmi norður um klukkan 4:15 í nótt og um klukkustund síðar lauk talningu í Reykjavíkurkjördæmi suður. Lokatölur hafa verið að detta inn í morgunsárið og eins og staðan er núna eiga lokatölur einungis eftir að koma frá Norðvesturkjördæmi.

Fylgst hefur verið með gangi mála í allt nótt í Kosningavakt Vísis sem sjá má hér að neðan. Vísir mun áfram standa vaktina í allan dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×