Formaður Alþýðufylkingarinnar ánægður með 0,2 prósent atkvæða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 02:09 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Kosningar 2016 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira