Dagur B. lýsir yfir stuðningi við Magnús Orra í formannskjöri Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 12:10 Magnús Orri Schram er einn fjögurra frambjóðenda í formannskjöri Samfylkingarinnar. Dagur B. er borgarstjóri. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni, hefur lýst yfir stuðningi við Magnús Orra Schram í formannsslag Samfylkingarinnar. Kosning um næsta formann flokksins stendur yfir núna og verður kynnt um nýjan formann á landsþingi Samfylkingarinnar um helgina. Dagur lýsir þessu yfir á Facebook síðu sinni. „Formannsframbjóðendurnir eru allir frambærilegir en ég leyni því ekki að ég tel að í núverandi stöðu eigum við besta kostinn í Magnúsi Orra Schram (Magnús Orri Schram),“ skrifar Dagur. „Ég hef persónulega reynslu af krafti og eldmóði Magga Orra, bæði þegar vel gengur og móti blæs, en síðast ekki síst þegar taka þarf til hendinni. Honum er lagið að fá fólk til að setja ágreining upp á borðið ef ágreningur er fyrir hendi og takast á við viðfangsefnin frekar en að ýta þeim á undan sér. Hann leiðir mál til lausnar, af sanngirni og víðsýni. Þess vegna nýtur hann trausts langt út fyrir raðir flokksflólks.“ Í framboði eru auk Magnúsar þau Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Borgarstjórinn telur Magnús Orra vera þann mann sem Samfylkingin þarf í dag. „Hann er einlægur talsmaður menntunar og norrænnar velferðar, umhverfismála, loftslagsmála og öflugs atvinnulífs. En síðast ekki síst er hann liðsheildarmaður sem ég treysti til að leiða hvaða hóp sem er, ná upp stemmningu og eldmóði, hrífa fólk með sér og horfa fram á veginn. Og það er leiðin sem við eigum að vera á: fram og upp! Koma svo!“ Dagur segist jafnframt stoltur af því að tilheyra stjórnmálaflokki sem gefur öllu flokksfólki tækifæri til að kjósa nýja forystu. Kosning fer fram með rafrænum hætti og eru allir þeir sem skráðir eru í Samfylkinguna á kjörskrá en það eru um sautján þúsund manns. Dagur hvetur alla sem hafa rétt til að kjósa að nýta kosningarétt sinn. „Samfylking þarf á samtakamætti alls jafnarfólks landsins að halda, til að rétta úr erfiðri stöðu og lágu fylgi í aðdraganda Alþingiskosninga í haust.“ Tengdar fréttir Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00 Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borginni, hefur lýst yfir stuðningi við Magnús Orra Schram í formannsslag Samfylkingarinnar. Kosning um næsta formann flokksins stendur yfir núna og verður kynnt um nýjan formann á landsþingi Samfylkingarinnar um helgina. Dagur lýsir þessu yfir á Facebook síðu sinni. „Formannsframbjóðendurnir eru allir frambærilegir en ég leyni því ekki að ég tel að í núverandi stöðu eigum við besta kostinn í Magnúsi Orra Schram (Magnús Orri Schram),“ skrifar Dagur. „Ég hef persónulega reynslu af krafti og eldmóði Magga Orra, bæði þegar vel gengur og móti blæs, en síðast ekki síst þegar taka þarf til hendinni. Honum er lagið að fá fólk til að setja ágreining upp á borðið ef ágreningur er fyrir hendi og takast á við viðfangsefnin frekar en að ýta þeim á undan sér. Hann leiðir mál til lausnar, af sanngirni og víðsýni. Þess vegna nýtur hann trausts langt út fyrir raðir flokksflólks.“ Í framboði eru auk Magnúsar þau Oddný Harðardóttir, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson. Borgarstjórinn telur Magnús Orra vera þann mann sem Samfylkingin þarf í dag. „Hann er einlægur talsmaður menntunar og norrænnar velferðar, umhverfismála, loftslagsmála og öflugs atvinnulífs. En síðast ekki síst er hann liðsheildarmaður sem ég treysti til að leiða hvaða hóp sem er, ná upp stemmningu og eldmóði, hrífa fólk með sér og horfa fram á veginn. Og það er leiðin sem við eigum að vera á: fram og upp! Koma svo!“ Dagur segist jafnframt stoltur af því að tilheyra stjórnmálaflokki sem gefur öllu flokksfólki tækifæri til að kjósa nýja forystu. Kosning fer fram með rafrænum hætti og eru allir þeir sem skráðir eru í Samfylkinguna á kjörskrá en það eru um sautján þúsund manns. Dagur hvetur alla sem hafa rétt til að kjósa að nýta kosningarétt sinn. „Samfylking þarf á samtakamætti alls jafnarfólks landsins að halda, til að rétta úr erfiðri stöðu og lágu fylgi í aðdraganda Alþingiskosninga í haust.“
Tengdar fréttir Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00 Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Rúm sex prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið væri nú. Af öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi mælist einungis Björt framtíð með minna fylgi. Þrefalt fleiri myndu kjósa VG en Samfylkinguna. 27. maí 2016 06:00
Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Margrét skellir sér í slaginn við Semu Erlu Serdar. 30. maí 2016 13:52
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00