Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 12:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa starfað vel saman. vísir/getty „Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
„Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30