Viðskipti innlent

„Fyrsta stóra skrefið til afnáms haftanna“

„Það er ástæða til að gleðjast yfir því að við höfum búið það vel í haginn fyrir þetta stóra skref. Þetta er fyrsta stóra skrefið til afnáms haftanna. Ég held að það sé óhætt að segja að allur meginþorri ­almennings á Íslandi muni ekki verða var við að hér séu einhver höft. Einhverjir eignameiri aðilar munu mögulega reka sig á höftin.“

Bjarni sagði að áfram yrðu nauðsynlegar varúðarráðstafanir til staðar um nokkurn tíma. Afnám haftanna yrði gert í þrepum og staðan metin í hverju þrepi. Hann sagði að staðan verði endurmetin strax eftir áramót.

„Svo erum við að sjálfsögðu enn með aflandskrónur undir höftum.“

Bjarni sagði að metið væri að undanþágubeiðnum til Seðlabanka Íslands myndi fækka um allt að tvo þriðjunga. Það væri til merkis að um stórt skref væri að ræða.

Hann sagði að í stærra samhengi væri áfram þörf fyrir þjóðhagsvarúðartæki til að byggja undir viðvarandi stöðugleika. Á sama tíma opna hagkerfið og hafa fjármagnsflutninga 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×