Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 16:39 Frá vettvangi í Iðufelli, Vísir/Eyþór Árnason Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér. Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér.
Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39
Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22