Lífið

Hvar skoðar þú helst Tinder?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skoðar þú Tinder á klósettinu, eða djamminu, eða með makanum?
Skoðar þú Tinder á klósettinu, eða djamminu, eða með makanum? Vísir/Getty
Flestir ættu að kannast við stefnumótaappið Tinder sem gerir fólki kleyft að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp

Afar auðvelt er að grípa upp símann og kíkja á Tinder við og við. Margir tengja Tinder við djammið en líkt og kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr á árinu er alls ekki svo að hægt sé að einskorða notkunina við Tinder-þyrsta djammara.

Sjá einnig: Rómantík á Tinder - „Ef þetta gengur ekki þá er hægt að prófa einhvern annan“

Vísi leikur því forvitni á að vita hvar notendur Tinder nota forritið helst en hægt er að svara því í þessari laufléttu könnun hér að neðan.

Appið kom á markað haustið 2012 og er gríðarlega vinsælt víða um heim og hafa Íslendingar tekið því opnum örmum og eru fjölmargir Íslendingar skráðir á Tinder. 


Tengdar fréttir

Tinder opnar á hópakynni

Forsvarsmenn stefnumótaappsins Tinder hafa kynnt til sögunnar nýjan möguleika í smáforritinu en þar geta hópar mælt sér mót og tekið hópstefnumót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×