Lífið

John Oliver tekur fyrir skelfileg bílalán sem fólk neyðist til að taka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Oliver bregður sér í hlutverk bílasölumanns í þættinum.
John Oliver bregður sér í hlutverk bílasölumanns í þættinum.
Mikil líkindi eru með auðsóttum lánum til kaupa á notuðum bílum og lána sem veitt voru til húsnæðiskaupa í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008. John Oliver kemst að þessari niðurstöðu í nýjasta þætti Last Week Tonight á HBO.

Þau lán sem í boði eru vestanhafs fela í sér mikla áhættu og afar háa vexti en fólk neyðist til þess að taka þau vegna vegalengdanna á milli vinnu og heimilis. Rætt er við móður sem kemur börnunum sínum í skólabílinn á morgnana en er svo einn og hálfan til tvo tíma á leiðinni í vinnuna, þar sem hún sinnir daggæslu barna, og sama tíma á leiðinni heim aftur. Tíu til fimmtán mínútur tekur að ferðast vegalengdina í bíl.

Oliver er þekktur fyrir að setja flókin mál í einfaldan búning og flétta inn í húmor sem gerir umfjöllunarefni hans afar áhorfsvæn. Í seinni hluta þáttarins bregður Oliver sér í gerfi bílasölumanns sem eru reglulegir gestir í auglýsingatíma sjónvarps vestanhafs.

Þátturinn verður sýndur með íslenskum texta á Stöð 2 í kvöld klukkan 23.40.


 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×