Erlent

Ellefu látnir eftir loftárás á sjúkrahús Lækna án landamæra í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Læknar án landamæra birtu þessa mynd frá sjúkrahúsinu.
Læknar án landamæra birtu þessa mynd frá sjúkrahúsinu. Vísir/AFP
Minnst ellefu eru látnir og nítján særðir eftir loftárás á sjúkrahús samtakanna Lækna án landamæra í Hajja-héraði í Jemen.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að líklega beri bandalag Sádí-Araba ábyrgð á árásunum og er staðfest að einhverjir af starfsmönnum samtakanna hafi fallið í árásinni.

Innan við tveir sólarhringar eru liðnir frá því að her Sáda gerð loftárás á skóla í bænum Saada þar sem tíu börn féllu. Sádar segjast nú ætla að rannsaka árásirnar.

Minnst 6.400 manns hafa látið lífið í átökum í Jemen og þar er um helmingur almennir borgarar. Um tvær og hálf milljón manna hefur þurft að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×