Innlent

Hleypti farþegum inn í rútu á miðjum gatnamótum

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Gilstiheimili er á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar.
Gilstiheimili er á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar. MYND/ágúst kárason
Rúta nam staðar á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar um hálfníu leytið í morgun til þess að hleypa inn farþegum.  

Ágúst Kárason var staddur á gatnamótunum þegar hann varð vitni að atburðinum en hann ók Hringbrautina í austurátt. „Ég er bara þarna á rauðu ljósi þegar þessi rúta kemur niður Hofsvallagötuna og stoppar þversum fyrir framan alla bílana,“ sagði Ágúst í samtali við fréttastofu Vísis. Samkvæmt Ágústi voru þrír bílar á gatnamótunum auk rútunnar en gistiheimili er á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar.

Ágúst vinnur í ferðageiranum og var sjálfur á leiðinni á hótel til þess að sækja farþega í morgun. Að hans sögn eru atvik í líkingu við þetta ekki óalgeng sjón. „Það er rosalega mikið um þetta, þetta er stórt vandamál,“ fullyrti Ágúst og benti á að í þessu tilfelli hafi verið nægt pláss til þess að fara alla leið upp að gistiheimilinu. „Þarna var ekki hægt að segja að það væru engin bílastæði.“

Hér að neðan er myndskeið sem Ágúst tók upp af rútunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×