„Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2024 16:45 Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru gestir Pallborðsins þar sem komandi kosningar voru til umræðu. vísir/vilhelm Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Auk Þorbjargar og Þórhildar Sunnu voru mætt við Pallborðið Bergþór Ólason fulltrúi Miðflokksins, Inga Sæland fyrir Flokk fólksins og Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkingu. Þau drógu ekki af sér í bráðskemmtilegu spjalli sem Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður stýrði. Hún leitaði svara við ýmsum spurningum sem nú brenna á þjóðinni eftir að ljóst er að Bjarni hefur boðað kosningar. Hér verður tæpt á því helsta en þeir sem vilja sjá Pallborðið í heild sinni ættu endilega að smella á bráðskemmtilegar umræður sem boðið var upp á fyrr í dag: Stjórnarandstaðan á rökstólum. Ríkisstjórnin verið lengi í öndunarvél Bergþór reið á vaðið og sagði að sér hafi nú um nokkurt skeið þótt þetta afskaplega líkleg þróun. Þetta gat ekki endað með öðrum hætti. „Innanmeinin urðu óviðráðanleg.“ Inga sagðist vilja fara með þetta lengra en hún vildi meina að það hafi tekið að halla verulega undan fæti hjá ríkisstjórninni þegar Katrín Jakobsdóttir fór frá borði og fór í forsetaframboð. „Það var ákveðið lím milli hennar og forsætisráðherra.“ Inga nefndi ýmis dæmi og sagði það varla svo að dropinn sem hafi fyllt mælinn væru yfirlýsingar Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna eftir landsfund þeirra. „Þau hafa sagt að það verði ekki á neinum tímapunkti samþykkt frekari breytingar Sjálfstæðisflokks á útlendingalöggjöfinni. Þessi ríkisstjórn hefur verið lengi í andaslitrunum og jafn erfitt í ári hjá þeim áður en kom til þess.“ Óbærilega leiðinlegri sápuóperu loksins lokið Þórhildur Sunna sagði ákvörðun Bjarna fyrst og fremst hafa einkennst af taugaveiklun og tilætlunarsemi. Hann hafi látið vita með engum fyrirvara og ætlist nú til að allir fylgi hans plani. „Við höfum fordæmi fyrir því forsætisráðherra hafi farið erindisleysu á Bessastaði. Þetta einkennist af pankikki. Hann er hræddur og velur þessa leið.“ Þórhildur Sunna sagði það hverjum manni ljóst að þessi ríkisstjórn var löngu búin. En að ætlast til þess að kosið verði í nóvember og að þingið samþykki á handahlaupum fjárlög hans ríkisstjórnar lýsi taugaveiklun og tilætlunarsemi. Jóhann Páll sagðist upplifa mikinn létti: „Ég held að margt megi segja um þessa atburðarás en fólk upplifir létti. Að þessari sápuóperu sé loks að ljúka og þessi ríkisstjórn að heyra sögunni til.“ Jóhann Páll sagði Samfylkinguna með augu á boltanum, því sem eftir kemur. „Að fólk með kaldan haus taki við sem hafi augun á efnahagsmálunum.“ Jóhann Páll sagðist vona að fólk fái gengið til kosninga sem fyrst. Sannast að samstarf þvert á hið pólitíska litróf gangi ekki Þorbjörg Sigríður sagði stöðuna hafa verið erfiða lengi og það hafi blasað við öllum, ekki bara þeim í stjórnandstöðunni. „Ríkisstjórnin hefur verið óstarfhæf í lengri tíma sem bitnar á hagsmunum almennings. Við erum að fara í kosningar. Viðreisn er tilbúin í það og til í að setjast við ríkistjórnarborðið ef við fáum stuðning til þess.“ Bergþór Ólason Miðflokki sagði löngu ljóst í hvað stefndi með þessa ríkisstjórn sem nú er að fara frá.vísir/vilhelm Þorbjörg sagði að það mætti svo sem alveg hafa skoðun á því hvort Svandís hafi verið að kveikja í stjórnarsamstarfinu eða ekki en það er ekki stóra málið í huga almennings. Hér hafi verið níu prósenta verðbólga um langt skeið. Sú sé stóra myndin í efnahagsmálum. Almenningur, millistéttin hafi haft það verra á síðustu 12 mánuðum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. „ Það er gott að við fáum að kjósa, að þjóðin fái í það minnsta stjórnarsamstarf sem getur mætt í vinnuna og verið til friðs.“ Hólmfríður stjórnandi þáttarins vildi vita hvernig fulltrúar sæju fyrir sér næstu stjórn og þar var samhljómur með stjórnarandstöðunni. Ljóst væri að samstarf þvert á hið flokkspólitíska landslag hafi sannað sig sem hörmulegt. Bergþór sagði það þannig að afloknum kosningum verði formenn stjórmálaflokka pragmatískir. „En eftir það sem við höfum mátt horfa uppá þá sé farsælla fyrir land og þjóð að hér formaðist ríkisstjórn sem væru nær hver öðrum á hinu pólitíska litrófi. Þetta er gríðarlegur skaði sem þjóðin hefur orðið fyrir vegna þess að stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman.“ Vinstri græn búin að vera Bergþór sagði það fáránlegt að Vinstri græn litu á það sem sitt hlutverk að stöðva Sjálfstæðisflokkinn?! En hvort sem sú stjórn sem taki við verði til vinstri eða hægri þá sé farsælast að þar sé hugmyndafræðilegur skyldleiki. Og Bergþór taldi blasa við að þeir flokkar sem kallast borgaralega þenkjandi væri farsælasta lendingin. Ef ekki myndi formast samstarf á vinstri vængnum og þar færu menn sínu fram með auknum skattbyrðum á herðar almenningi. Inga tók undir þetta og sagði stefnu flokks fólksins kýrskýra. Hún hafi talað fyrir óteljandi þingmannamálum sem miðuðu að hagsbótum fyrir aldraða og öryrkja. „Við þurfum ekki að spá í Vinstri grænum, það segir kristalkúlan hjá þessari norn. Þeir verða ekki til eftir kosningar.“ Inga sagðist ekki geta séð það fyrir að Sjálfstæðisflokkinn myndi vakna upp með englavængi. „Ég veit ekki hvaða töfrasproti ætti að geta komið til hvað það varðar. En Bjarni Benediktsson átti enga aðra stöðu í kortunum en framkvæma það sem hann gerði. Að hann stæði ekki í lappirnar gegn konu sem er með fjögurra prósenta fylgi!? Þetta er kúgunartaktík sem hefur fengið að lýðast,“ sagði Inga. Og meðan á því stóð hafi fylgið flætt í sírennsliskrana úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Miðflokkinn. Ríkisstjórn í endalausri fýlu sligandi Ekki var örgrannt um að þarna væri Inga komin í mikinn kosningaham og Þórhildur Sunna sagði það svo að þau væru öll komin í þær stellingar. „Við erum komin langt á undan þessari leiðinlegu ríkisstjórn. Mín draumaríkisstjórn er framsækin og frjálslynd sem hefur mennsku að leiðarljósi.“ Þórhildur Sunna sagði stefnu Pírata gera ráð fyrir því að þau geti unnið með öllum en það eigi ekki við um valdasamstarf. Ekki sé hægt að standa í samstarfi við Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar deili ekki sömu heimsýn, nema þar breytist eitthvað verulega mikið. „Að öðru leyti erum við opin fyrir öðrum flokkum. Að það felist í samfélagslegu öryggi, þaki yfir höfuðið, heilbrigðis- og menntakerfi auka öryggið í samfélagið. Ég veit að það eru nokkrir flokkar sem gætu unnið með okkur að slíku.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fór ekki í grafgötum með að ótrúlega lýjandi hafi verið að sitja uppi með ríkisstjórn sem hafi verið í krónískri fýlu.vísir/vilhelm Þórhildur Sunna sagði rétt sem Bergþór hafi sagt, fráfarandi ríkisstjórn sé búin að rústa trúverðugleika vinstrisins, nóg er sé komið að því og mikilvægt að við taki samhent ríkisstjórn sem einhendir sér í verkin: „Það hefur verið lýjandi að sitja upp með ríkisstjórn sem er í endalausri fýlu. Hluti af þessum fjárlögum er að selja Íslandsbanka. Er það eitthvað sem við viljum að þessi meirihluti á að fá að ráða? Bjarni hefur ekki hugsað þetta til enda.“ Útilokar nánast samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks Jóhann Páll tók í sama strengd, sagði mikilvægt að sú stjórn sem tæki við gangi í takt og ráðist í nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum; að ná niður verðbólgu og ráðast í vaxtalækkanir sem séu íþyngjandi fyrir til dæmis ungt fólk. „Við þurfum ríkisstjórn sem er tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir og hefur skýra forgangsröðun. Mikilvægt er að þar séu flokkar sem eru ekki langt frá öðrum á hinu flokkspólitíska litrófi.“ Jóhann Páll Jóhannsson gekk eins langt og hægt er, innan þess ramma sem Samfylkingin hefur ákvarðað, að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum komandi kosningum.vísir/vilhelm Jóhann Páll nefndi nokkur mál sem Samfylkingin hefur talað fyrir á kjörtímabilinu svo sem að ríkasta fólkið borgi hlutfallslega jafnan skatt á við aðra og að heilbrigð auðlindagjöld verði tekin upp. Og hann sagði hafa ríkt kyrrstöðu á innviðafjárfestingu. Til að mynda hafi ekki ein einustu jarðgöng verið byggð í tíð þessarar ríkisstjórnar. En þáttastjórnandi var ekki til í að leyfa Jóhanni Páli að sleppa við svo búið og spurði út í þrálátan orðróm þess efnis að Samfylkingin myndi hlaupa í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum strax að loknum kosningum? Jóhann Páll hélt ekki. Hann sagði óreiðu og ringulreið hafa ríkt á hægri vængnum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur hegðað sér með óábyrgum hætti. Sko, án þess að fara í einhvern útilokunarleik, þá er það ólíklegast af öllum flokkum, að Samfylkin og sjálfstæðisflokkurinn vinni saman eftir kosningar.“ Jóhann Páll gekk eins langt og hugsast getur í þá átt að útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Þorbjörg sagði að þetta ríkisstjórnarsamstarf væri lærdómsrík fyrir næstu stjórn sem taki við. Verðum að koma í veg fyrir trylltar sveiflur „Hvað var það sem klikkaði?“ sagði Þorbjörg og sagði það einkenni að engin virðing hafi verið borin fyrir verkefninu og því að vera í þjónustu almennings. „Þetta var keppni um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri græn gætu oftar beitt neitunarvaldinu?! Þetta var þungt og leiðinlegt. Það er ekki bannað að stjórnmálamenn séu skemmtilegir,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Og hún vildi ganga lengra en Þórhildur Sunna: „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn.“ Fulltrúar minnihlutans á þinginu reyndu ekki að leyna þeim létti sem þau upplifa nú, þegar Bjarni hefur að þeirra mati loksins greint frá því að ríkisstjórnin sé sprungin á limminu.vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður sagði ekkert leyndarmál að Viðreisn stefndi ótrauð að ríkisstjórnarborðinu og með það í farteskinu að þar heyrðist rödd sem raunverulega væri frjálslynd. Og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir fólkið og fyrirtæki í landinu. Þá taldi Þorbjörg Sigríður allar aðstæður fyrir hendi að fólk legði nú við hlustir þegar talið bærist að gjaldmiðlamálum. Hvernig það megi vera að vextir séu 9 prósent á Íslandi en 3 prósent í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Af hverju þessar trylltu sveiflur? Ég held að allar aðstæður séu uppi núna að fólk leggur við hlustir. Að þjóðin fái öll göng á borðið og að við séum ekki að rífast um hvernig einhver bók endar sem ekki hefur verið skrifuð.“ Vill fá meira fyrir peninginn Þorbjörg Sigríður var komin á skrið og sagði það fáránlegt að vörumerki íslensks heilbrigðiskerfis væru biðlistar. Hún sagði Viðreisn ekki tilbúna að leggja auknar álögur á íslenskar fjölskyldur sem nú þegar greiddu meiri skatta en þekktist. „Og við erum að nálgast þann punkt að háskólamenntun sé hætt að borga sig til launa. Það er hættuleg framtíðarmúsík.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fulltrúi Viðreisnar og hún sagði enga launung á því að Viðreisn stefni á þátttöku í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum.vísir/vilhelm En hverjar eru lausnirnar sem fulltrúar minnihlutans á þingi leggja til? Bergþór nefndi útlendingamálin og þar litu Miðflokksmenn til Danmerkur og þess sem Metta Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins hefði lagt upp með. Að Íslendingar tækju ekki við fólki nema í gegnum kvótakerfi. Bergþór sagði rammakerfið í orkumálum gengið sér til húðar og frumskilyrði væri að næsta ríkisstjórn mætti með hallalaus fjárlög. „Við gætum byrjað á að nefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar er ægileg sóun sem blasir við. Um leið og við náum stjórn á landamærunum fer kostnaður vegna hælisleitenda niður. Það er mikil sóun í kerfinu,“ sagði Bergþór sem sér mikil sóknarfæri í að laga til í kerfinu. „Fyrrverandi landlæknir sagði að það væri hægt að setja endalaust fjármuni í heilbrigðiskerfið. En það er ekki að skila því sem við ætlumst til. Við erum með næstdýrasta grunnskólakerfið á byggðu bóli en næst lakasta árangurinn. Við verðum að laga kerfin, þannig að við séum að fá meira fyrir peninginn.“ „Ég fæddist tilbúin í verkefnið“ Inga vildi húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Þannig myndum við með einu pennastriki nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans. Hún vill bankaskatt, auðlindaskatt … „Við viljum tryggja fæði, klæði og húsnæði.“ Inga talaði sig hratt og örugglega upp í mikinn ham. Hún sagði rótina af þeim vanda sem við væri að eiga viðvarandi verðbólgu og enginn fyrirsjáanleiki væri til staðar – fólk vissi aldrei hver staðan væri: „Lán er allt í einu búið að fimmfaldast!“ sagði Inga og vildi að hluti afborgana af skuldum færu í að niðurgreiða höfuðstólinn. Og hvernig þessi stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir að hér væri brotið land undir húsnæði væri skaldall. Inga sagði víða pott brotinn en hún væri fædd tilbúin í verkefnið.vísir/vilhelm „Þetta eru mannanna verk,“ sagði Inga og vildi gefa frítt í strætó til að sjá hver hin raunverulega eftirspurn eftir almenningssamgöngum væri. „Við viljum brjóta þetta Keldnaland, byggja nýtt Grafarholt, nýtt Breiðholt! Allir sem vilja vita að er grundvallaratriði er glíman við þessu grjóthörðu verðbólgu. Lausnirnar hafa legið fyrir löppunum á þessum stjórnvöldum árum saman. Ég fæddist tilbúin í verkefnið.“ Umræðurnar voru hvergi nærri hættar þarna og þeir sem vilja fylgjast með þeim ættu endilega að skoða Pallborðið í heild sinni en það má finna hér ofar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Viðreisn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Innlent Fleiri fréttir Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Sjá meira
Auk Þorbjargar og Þórhildar Sunnu voru mætt við Pallborðið Bergþór Ólason fulltrúi Miðflokksins, Inga Sæland fyrir Flokk fólksins og Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkingu. Þau drógu ekki af sér í bráðskemmtilegu spjalli sem Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður stýrði. Hún leitaði svara við ýmsum spurningum sem nú brenna á þjóðinni eftir að ljóst er að Bjarni hefur boðað kosningar. Hér verður tæpt á því helsta en þeir sem vilja sjá Pallborðið í heild sinni ættu endilega að smella á bráðskemmtilegar umræður sem boðið var upp á fyrr í dag: Stjórnarandstaðan á rökstólum. Ríkisstjórnin verið lengi í öndunarvél Bergþór reið á vaðið og sagði að sér hafi nú um nokkurt skeið þótt þetta afskaplega líkleg þróun. Þetta gat ekki endað með öðrum hætti. „Innanmeinin urðu óviðráðanleg.“ Inga sagðist vilja fara með þetta lengra en hún vildi meina að það hafi tekið að halla verulega undan fæti hjá ríkisstjórninni þegar Katrín Jakobsdóttir fór frá borði og fór í forsetaframboð. „Það var ákveðið lím milli hennar og forsætisráðherra.“ Inga nefndi ýmis dæmi og sagði það varla svo að dropinn sem hafi fyllt mælinn væru yfirlýsingar Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna eftir landsfund þeirra. „Þau hafa sagt að það verði ekki á neinum tímapunkti samþykkt frekari breytingar Sjálfstæðisflokks á útlendingalöggjöfinni. Þessi ríkisstjórn hefur verið lengi í andaslitrunum og jafn erfitt í ári hjá þeim áður en kom til þess.“ Óbærilega leiðinlegri sápuóperu loksins lokið Þórhildur Sunna sagði ákvörðun Bjarna fyrst og fremst hafa einkennst af taugaveiklun og tilætlunarsemi. Hann hafi látið vita með engum fyrirvara og ætlist nú til að allir fylgi hans plani. „Við höfum fordæmi fyrir því forsætisráðherra hafi farið erindisleysu á Bessastaði. Þetta einkennist af pankikki. Hann er hræddur og velur þessa leið.“ Þórhildur Sunna sagði það hverjum manni ljóst að þessi ríkisstjórn var löngu búin. En að ætlast til þess að kosið verði í nóvember og að þingið samþykki á handahlaupum fjárlög hans ríkisstjórnar lýsi taugaveiklun og tilætlunarsemi. Jóhann Páll sagðist upplifa mikinn létti: „Ég held að margt megi segja um þessa atburðarás en fólk upplifir létti. Að þessari sápuóperu sé loks að ljúka og þessi ríkisstjórn að heyra sögunni til.“ Jóhann Páll sagði Samfylkinguna með augu á boltanum, því sem eftir kemur. „Að fólk með kaldan haus taki við sem hafi augun á efnahagsmálunum.“ Jóhann Páll sagðist vona að fólk fái gengið til kosninga sem fyrst. Sannast að samstarf þvert á hið pólitíska litróf gangi ekki Þorbjörg Sigríður sagði stöðuna hafa verið erfiða lengi og það hafi blasað við öllum, ekki bara þeim í stjórnandstöðunni. „Ríkisstjórnin hefur verið óstarfhæf í lengri tíma sem bitnar á hagsmunum almennings. Við erum að fara í kosningar. Viðreisn er tilbúin í það og til í að setjast við ríkistjórnarborðið ef við fáum stuðning til þess.“ Bergþór Ólason Miðflokki sagði löngu ljóst í hvað stefndi með þessa ríkisstjórn sem nú er að fara frá.vísir/vilhelm Þorbjörg sagði að það mætti svo sem alveg hafa skoðun á því hvort Svandís hafi verið að kveikja í stjórnarsamstarfinu eða ekki en það er ekki stóra málið í huga almennings. Hér hafi verið níu prósenta verðbólga um langt skeið. Sú sé stóra myndin í efnahagsmálum. Almenningur, millistéttin hafi haft það verra á síðustu 12 mánuðum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. „ Það er gott að við fáum að kjósa, að þjóðin fái í það minnsta stjórnarsamstarf sem getur mætt í vinnuna og verið til friðs.“ Hólmfríður stjórnandi þáttarins vildi vita hvernig fulltrúar sæju fyrir sér næstu stjórn og þar var samhljómur með stjórnarandstöðunni. Ljóst væri að samstarf þvert á hið flokkspólitíska landslag hafi sannað sig sem hörmulegt. Bergþór sagði það þannig að afloknum kosningum verði formenn stjórmálaflokka pragmatískir. „En eftir það sem við höfum mátt horfa uppá þá sé farsælla fyrir land og þjóð að hér formaðist ríkisstjórn sem væru nær hver öðrum á hinu pólitíska litrófi. Þetta er gríðarlegur skaði sem þjóðin hefur orðið fyrir vegna þess að stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman.“ Vinstri græn búin að vera Bergþór sagði það fáránlegt að Vinstri græn litu á það sem sitt hlutverk að stöðva Sjálfstæðisflokkinn?! En hvort sem sú stjórn sem taki við verði til vinstri eða hægri þá sé farsælast að þar sé hugmyndafræðilegur skyldleiki. Og Bergþór taldi blasa við að þeir flokkar sem kallast borgaralega þenkjandi væri farsælasta lendingin. Ef ekki myndi formast samstarf á vinstri vængnum og þar færu menn sínu fram með auknum skattbyrðum á herðar almenningi. Inga tók undir þetta og sagði stefnu flokks fólksins kýrskýra. Hún hafi talað fyrir óteljandi þingmannamálum sem miðuðu að hagsbótum fyrir aldraða og öryrkja. „Við þurfum ekki að spá í Vinstri grænum, það segir kristalkúlan hjá þessari norn. Þeir verða ekki til eftir kosningar.“ Inga sagðist ekki geta séð það fyrir að Sjálfstæðisflokkinn myndi vakna upp með englavængi. „Ég veit ekki hvaða töfrasproti ætti að geta komið til hvað það varðar. En Bjarni Benediktsson átti enga aðra stöðu í kortunum en framkvæma það sem hann gerði. Að hann stæði ekki í lappirnar gegn konu sem er með fjögurra prósenta fylgi!? Þetta er kúgunartaktík sem hefur fengið að lýðast,“ sagði Inga. Og meðan á því stóð hafi fylgið flætt í sírennsliskrana úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Miðflokkinn. Ríkisstjórn í endalausri fýlu sligandi Ekki var örgrannt um að þarna væri Inga komin í mikinn kosningaham og Þórhildur Sunna sagði það svo að þau væru öll komin í þær stellingar. „Við erum komin langt á undan þessari leiðinlegu ríkisstjórn. Mín draumaríkisstjórn er framsækin og frjálslynd sem hefur mennsku að leiðarljósi.“ Þórhildur Sunna sagði stefnu Pírata gera ráð fyrir því að þau geti unnið með öllum en það eigi ekki við um valdasamstarf. Ekki sé hægt að standa í samstarfi við Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar deili ekki sömu heimsýn, nema þar breytist eitthvað verulega mikið. „Að öðru leyti erum við opin fyrir öðrum flokkum. Að það felist í samfélagslegu öryggi, þaki yfir höfuðið, heilbrigðis- og menntakerfi auka öryggið í samfélagið. Ég veit að það eru nokkrir flokkar sem gætu unnið með okkur að slíku.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fór ekki í grafgötum með að ótrúlega lýjandi hafi verið að sitja uppi með ríkisstjórn sem hafi verið í krónískri fýlu.vísir/vilhelm Þórhildur Sunna sagði rétt sem Bergþór hafi sagt, fráfarandi ríkisstjórn sé búin að rústa trúverðugleika vinstrisins, nóg er sé komið að því og mikilvægt að við taki samhent ríkisstjórn sem einhendir sér í verkin: „Það hefur verið lýjandi að sitja upp með ríkisstjórn sem er í endalausri fýlu. Hluti af þessum fjárlögum er að selja Íslandsbanka. Er það eitthvað sem við viljum að þessi meirihluti á að fá að ráða? Bjarni hefur ekki hugsað þetta til enda.“ Útilokar nánast samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks Jóhann Páll tók í sama strengd, sagði mikilvægt að sú stjórn sem tæki við gangi í takt og ráðist í nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum; að ná niður verðbólgu og ráðast í vaxtalækkanir sem séu íþyngjandi fyrir til dæmis ungt fólk. „Við þurfum ríkisstjórn sem er tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir og hefur skýra forgangsröðun. Mikilvægt er að þar séu flokkar sem eru ekki langt frá öðrum á hinu flokkspólitíska litrófi.“ Jóhann Páll Jóhannsson gekk eins langt og hægt er, innan þess ramma sem Samfylkingin hefur ákvarðað, að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum komandi kosningum.vísir/vilhelm Jóhann Páll nefndi nokkur mál sem Samfylkingin hefur talað fyrir á kjörtímabilinu svo sem að ríkasta fólkið borgi hlutfallslega jafnan skatt á við aðra og að heilbrigð auðlindagjöld verði tekin upp. Og hann sagði hafa ríkt kyrrstöðu á innviðafjárfestingu. Til að mynda hafi ekki ein einustu jarðgöng verið byggð í tíð þessarar ríkisstjórnar. En þáttastjórnandi var ekki til í að leyfa Jóhanni Páli að sleppa við svo búið og spurði út í þrálátan orðróm þess efnis að Samfylkingin myndi hlaupa í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum strax að loknum kosningum? Jóhann Páll hélt ekki. Hann sagði óreiðu og ringulreið hafa ríkt á hægri vængnum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur hegðað sér með óábyrgum hætti. Sko, án þess að fara í einhvern útilokunarleik, þá er það ólíklegast af öllum flokkum, að Samfylkin og sjálfstæðisflokkurinn vinni saman eftir kosningar.“ Jóhann Páll gekk eins langt og hugsast getur í þá átt að útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Þorbjörg sagði að þetta ríkisstjórnarsamstarf væri lærdómsrík fyrir næstu stjórn sem taki við. Verðum að koma í veg fyrir trylltar sveiflur „Hvað var það sem klikkaði?“ sagði Þorbjörg og sagði það einkenni að engin virðing hafi verið borin fyrir verkefninu og því að vera í þjónustu almennings. „Þetta var keppni um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri græn gætu oftar beitt neitunarvaldinu?! Þetta var þungt og leiðinlegt. Það er ekki bannað að stjórnmálamenn séu skemmtilegir,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Og hún vildi ganga lengra en Þórhildur Sunna: „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn.“ Fulltrúar minnihlutans á þinginu reyndu ekki að leyna þeim létti sem þau upplifa nú, þegar Bjarni hefur að þeirra mati loksins greint frá því að ríkisstjórnin sé sprungin á limminu.vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður sagði ekkert leyndarmál að Viðreisn stefndi ótrauð að ríkisstjórnarborðinu og með það í farteskinu að þar heyrðist rödd sem raunverulega væri frjálslynd. Og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir fólkið og fyrirtæki í landinu. Þá taldi Þorbjörg Sigríður allar aðstæður fyrir hendi að fólk legði nú við hlustir þegar talið bærist að gjaldmiðlamálum. Hvernig það megi vera að vextir séu 9 prósent á Íslandi en 3 prósent í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Af hverju þessar trylltu sveiflur? Ég held að allar aðstæður séu uppi núna að fólk leggur við hlustir. Að þjóðin fái öll göng á borðið og að við séum ekki að rífast um hvernig einhver bók endar sem ekki hefur verið skrifuð.“ Vill fá meira fyrir peninginn Þorbjörg Sigríður var komin á skrið og sagði það fáránlegt að vörumerki íslensks heilbrigðiskerfis væru biðlistar. Hún sagði Viðreisn ekki tilbúna að leggja auknar álögur á íslenskar fjölskyldur sem nú þegar greiddu meiri skatta en þekktist. „Og við erum að nálgast þann punkt að háskólamenntun sé hætt að borga sig til launa. Það er hættuleg framtíðarmúsík.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fulltrúi Viðreisnar og hún sagði enga launung á því að Viðreisn stefni á þátttöku í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum.vísir/vilhelm En hverjar eru lausnirnar sem fulltrúar minnihlutans á þingi leggja til? Bergþór nefndi útlendingamálin og þar litu Miðflokksmenn til Danmerkur og þess sem Metta Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins hefði lagt upp með. Að Íslendingar tækju ekki við fólki nema í gegnum kvótakerfi. Bergþór sagði rammakerfið í orkumálum gengið sér til húðar og frumskilyrði væri að næsta ríkisstjórn mætti með hallalaus fjárlög. „Við gætum byrjað á að nefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar er ægileg sóun sem blasir við. Um leið og við náum stjórn á landamærunum fer kostnaður vegna hælisleitenda niður. Það er mikil sóun í kerfinu,“ sagði Bergþór sem sér mikil sóknarfæri í að laga til í kerfinu. „Fyrrverandi landlæknir sagði að það væri hægt að setja endalaust fjármuni í heilbrigðiskerfið. En það er ekki að skila því sem við ætlumst til. Við erum með næstdýrasta grunnskólakerfið á byggðu bóli en næst lakasta árangurinn. Við verðum að laga kerfin, þannig að við séum að fá meira fyrir peninginn.“ „Ég fæddist tilbúin í verkefnið“ Inga vildi húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Þannig myndum við með einu pennastriki nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans. Hún vill bankaskatt, auðlindaskatt … „Við viljum tryggja fæði, klæði og húsnæði.“ Inga talaði sig hratt og örugglega upp í mikinn ham. Hún sagði rótina af þeim vanda sem við væri að eiga viðvarandi verðbólgu og enginn fyrirsjáanleiki væri til staðar – fólk vissi aldrei hver staðan væri: „Lán er allt í einu búið að fimmfaldast!“ sagði Inga og vildi að hluti afborgana af skuldum færu í að niðurgreiða höfuðstólinn. Og hvernig þessi stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir að hér væri brotið land undir húsnæði væri skaldall. Inga sagði víða pott brotinn en hún væri fædd tilbúin í verkefnið.vísir/vilhelm „Þetta eru mannanna verk,“ sagði Inga og vildi gefa frítt í strætó til að sjá hver hin raunverulega eftirspurn eftir almenningssamgöngum væri. „Við viljum brjóta þetta Keldnaland, byggja nýtt Grafarholt, nýtt Breiðholt! Allir sem vilja vita að er grundvallaratriði er glíman við þessu grjóthörðu verðbólgu. Lausnirnar hafa legið fyrir löppunum á þessum stjórnvöldum árum saman. Ég fæddist tilbúin í verkefnið.“ Umræðurnar voru hvergi nærri hættar þarna og þeir sem vilja fylgjast með þeim ættu endilega að skoða Pallborðið í heild sinni en það má finna hér ofar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Viðreisn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Innlent Fleiri fréttir Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Sjá meira