„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2016 18:45 Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44
Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18