Innlent

NBC framleiðir ameríska útgáfu af Rétti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þættirnir nutu mikilla vinsælda.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda.
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur samþykkt að gera prufuþátt sem byggður er á íslensku sjónvarpsseríunni Rétti sem sýnd var á Stöð 2. Amerísku þættirnir bera heitið Infamous og eru framleiðendur þeirra þeir sömu og að þáttunum vinsælu This is us.  

Þetta er í annað sinn sem NBC reynir að endurgera Rétt, síðast fyrir fjórum árum, en þá áttu þættirnir að heita Ritter.

Aðalhöfundur Infamous er Elie Attie en hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum og starfaði um tíma sem ræðuhöfundur hjá Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.

Á vef Deadline kemur fram að þættirnir fjalli um þekktan lögmann sem dæmdur er fyrir morð sem hann man ekki eftir að hafa framið en er látinn laus úr fangelsi vegna formgalla. Lögmaðurinn snýr þá aftur til starfa á lögmannsstofu fjölskyldu sinnar og reynir að komast að því hvað gerðist þessa örlagaríku nótt þegar maðurinn var drepinn.

Vefsíðan birtir þetta myndskeið, frá Guðna Halldórssyni, með frétt sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×