Erlent

Lest fór út af sporinu við New York

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um sex hundruð manns voru um borð í lestinni.
Um sex hundruð manns voru um borð í lestinni. vísir/epa
Tugir slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu skammt frá New York í Bandaríkjunum í gærkvöld. Engan sakaði þó alvarlega, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Lestin, sem er tólf vagna löng, hafði rekist utan í flutningalest þegar hún var á um 32 kílómetra hraða með þeim afleiðingum að hún fór út af sporinu. Um sex hundruð manns voru um borð í lestinni.

Alls voru tuttugu og níu manns færðir á sjúkrahús en áverkarnir voru í flestum tilfellum minniháttar. Þeir stærstu voru heilahristingur og beinbrot.

Einungis rúm vika er frá því að lest skall á brautarpalli í New Jersey með þeim afleiðingum að einn lést og yfir hundrað slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×