Brasilíski ökumaðurinn er á sínu fjórtánda tímabili í Formúlu 1. Hann kom til Williams frá Ferrari árið 2014. Massa er
Massa tilkynnti um ákvörðun sína á blaðamannafundi í dag á Monza brautinni. Ítalski kappaksturinn fer fram á brautinni um helgina.
Massa hóf feril sinn með Sauber liðinu árið 2002. Hann tók svo sæti landa síns Rubens Barichello hjá Ferrari árið 2006. Hjá Ferrari vann Massa 11 keppnir.
Hæst ber á ferli Massa annað sætið í heimsmeistarakeppni ökumanna árið 2008 þegar hann tapaði titilinum eftir að hafa komið í mark nógu framarlega til að taka forystuna. Þangað til Timo Glock missti Lewis Hamilton fram úr sér í síðustu beygjunni og Hamilton kom í mark og vann titilinn með einu stigi.
Massa var þar grátlega nálægt því að verða heimsmeistari á heimavelli.
Síðasta keppni tímabilsins í Abú Dabí verður 250. keppni Massa.
Massa þakkaði konu sinni, föður sínum og fjölskyldu allri á blaðamannafundinum í dag.
„Þetta verður tilfinningaríkur dagur í Abú Dabí þegar ég lýk ferli mínum í Formúlu 1,“ sagði Massa.
Hann valdi Monza á Ítalíu vegna þess að Michael Schumacher gerði það sama og skóp þannig farveg fyrir Massa til að vera áfram hjá Ferrari.
Massa verður saknað úr Formúlu 1. Vonandi er hann ekki hættur kappakstri alveg. Hann hefur áður sagt að hann myndi íhuga þátttöku í Formúlu E.
Hér að neðan er yfirlit yfir feril Massa í Formúlu 1.