Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2016 19:45 Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason. Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason.
Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19