Viðskipti innlent

Ísafjarðarbær semur við Vodafone

Birta Svavarsdóttir skrifar
Frá undirritun samningsins: Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri í miðið ásamt þeim Svani Jónssyni (t.v.) og Reyni Leóssyni (t.h.), frá Vodafone.
Frá undirritun samningsins: Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri í miðið ásamt þeim Svani Jónssyni (t.v.) og Reyni Leóssyni (t.h.), frá Vodafone.
Ísafjarðarbær hefur samið við Vodafone um fjarskiptaþjónustu til næstu þriggja ára. Gengið var til samninga að undangengnu útboði, en hann nær til farsíma- og fastlínuþjónustu. Samið er til þriggja ára og hefur samningurinn þegar tekið gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone í dag.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikla ánægju ríkja með það að kjör Vodafone muni ná niður kostnaði í símamálum, en leitað var eftir tilboðum frá fjórum fjarskiptafyrirtækjum.

Fyrir hönd Vodafone segist Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, fagna því að fá Ísafjarðarkaupstað í hóp viðskiptavina félagsins.

„Hjá Vodafone höfum við lagt mikla áherslu á að byggja upp og treysta fjarskiptakost félagsins á Vestfjörðum, þar sem stoðirnar hafa verið styrktar bæði til Patreksfjarðar og norður yfir Strandir. Stórbætt samband nýtist jafnt íbúum sem og ferðamönnum um þessar stórfenglegu slóðir. Við erum hvergi hætt og hlökkum til að vinna áfram með Vestfirðingum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×