Erlent

Breyttu hjúkrunarheimili fyrir aldraða til að gera það heimilislegra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Notuð húsgögn fengust gefins eða þau voru keypt ódýrt á vefsíðum þar sem fólk selur notuð húsgögn.
Notuð húsgögn fengust gefins eða þau voru keypt ódýrt á vefsíðum þar sem fólk selur notuð húsgögn.
Gerðar hafa verið miklar breytingar á hjúkrunarheimilinu Manglerud í Osló í Noregi með það að markmið að gera það minna eins og stofnun og meira eins og heimili og samfélagi. Þannig er búið að opna fótbóltakrá og litla verslun á hjúkrunarheimilinu og keypt hafa verið ný húsgögn, sem eru reyndar notuð, til að gera stofurnar heimilislegri.

Manglerud er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Fjallað er um málið á vef Aftenposten en framkvæmdastjóri Manglerud Hilde Helland kynnti verkefnið á PechaKucha-kvöldi í Osló í vikunni, en á slíkum kvöldum eru ýmsar nýstárlegar hugmyndir kynntar með tuttugu ljósmyndum á nokkrum mínútum.

Í frétt Aftenposten kemur fram að hjúkrunarheimilið hafi verið rekið af sveitarfélaginu þar til ársins 2013 en þá tók fyrirtækið Unicare við rekstrinum. Helland segir að þau hafi séð að ýmsu þyrfti að breyta en húsið sjálft þarfnaðist til dæmis viðhalds. Unicare hafði hins vegar ekki mikla peninga til umráða og því var til að mynda gripið til þess ráðs að fá notuð húsgögn gefins eða kaupa þau ódýrt á vefsíðum þar sem fólk selur notuð húsgögn.

Matargeymslu var síðan breytt í litla verslun með hjálp frá norskum matvöruverslunum og þá var öðru herbergi breytt í veitingastað. Þá var komið upp lítilli krá á staðnum þar sem íbúar á hjúkrunarheimilinu geta meðal annars horft á fótboltaleiki og fengið sér bjór sem bruggaður er á staðnum, og svo er einnig spa á hjúkrunarheimilinu.

Í frétt Aftenposten má sjá myndband af kynningu Helland í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×