„Allir í liðinu fengu „gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta nema kallinn. Ég fékk „good luck.“ Annars geðveikur stuðningur í kvöld. Áfram Ísland,“ skrifaði Kristófer á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.
Guðni svarar Kristófer á Twitter í dag: „Gangi þér vel, rosalega vel. Sorrí, fékk í kollinn hér nýr liðsmaður, ekki með íslensku 100%. My bad. Kemur ekki fyrir aftur,“ segir forseti Íslands við landsliðsmanninn í körfubolta.
Sjá einnig: Allir fengu „Gangi þér vel“ frá Guðna forseta nema Kristófer Acox sem fékk „Good luck“
Guðni Th. var heiðursgestur á leiknum en faðir hans, Jóhannes Sæmundsson, var aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar þegar Ísland vann Sviss í fyrsta og eina skiptið í landsleik árið 1981. Annar sigurinn datt svo inn í gær.
Guðni heilsaði fyrst leikmönnum Sviss ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, og gekk svo á íslensku línuna þar sem hann óskaði öllum strákunum okkar velfarnaðar í leiknum.
Kristófer hafði húmor fyrir þessum ruglingi forsetans en aðspurður eftir Twitter-færsluna hvernig hann svaraði Guðna Th. sagði Kristófer: „Thanks bruh.“
@krisacox Gangi þér vel, rosalega vel. Sorrí, fékk í kollinn hér nýr liðsmaður, ekki með íslensku 100%. My bad. Kemur ekki fyrir aftur :)
— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) September 1, 2016