Erlent

Fimm létu lífið þegar tvær flugvélar skullu saman

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Enginn komst lífs af í slysinu.
Enginn komst lífs af í slysinu. bbc
Fimm manns létu lífið þegar tvær litlar flugvélar skullu saman á flugi yfir Alaska í nótt. Enginn komst lífs af í árekstrinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Slysið átti sér stað á óbyggðu svæði skammt frá þorpi í Russian misson. Þrír voru um borð í Cessna vél í eigu flugfélagsins Hageland og tveir voru um borð í Piper vél ferðaþjónustufyrirtækis.

BBC segir frá því að slys sem þessi séu sjaldgæf í Bandaríkjunum en að oftast gerist þau við flugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×