Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2016 20:43 Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira