Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2016 20:43 Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira