Eldur í bílnum kostaði Hamilton | Tvöfaldur Red Bull sigur 2. október 2016 11:30 Hamilton gengur niðurlútur frá bílnum í morgun. Vísir/getty Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira