Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn þegar Esbjerg gerði 2-2 jafntefli við AGF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þetta var fyrsta stig Esbjerg í deildinni í vetur en liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjunum sínum.
Esbjerg komst í 2-0 forystu í leiknum en missti mann af velli með rautt spjald í stöðunni 2-1. AGF jafnaði svo metin á 82. mínútu og þar við sat.
Theodór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 43. mínútu en AGF er eftir jafnteflið með sjö stig í sjötta sætinu.
Hjálmar Jónsson var á bekknum þegar lið hans, IFK Gautaborg í Svíþjóð, tapaði 3-1 fyrir Djurgården í kvöld. Gautaborg er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig.
