Lífið

Íslenskir áhorfendur fengu risablöðrur yfir sig þegar Muse gerði allt vitlaust í höllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Breska hljómsveitin Muse lék fyrir troðfullri Laugardalshöll í Reykjavík á laugardagskvöldið og var stemmningin frábær.

Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matt Bellamy, var í miklu stuði og ávarpaði tónleikagesti á íslensku allt kvöldið.

Sveitin spilaði á tónleikum hér á landi árið 2003 og þóttu þeir tónleikar frábærir. Það sama má segja um tónleika sveitarinnar í ár. Eitt af betri lögum laugardagskvöldsins var þegar sveitin flutti lagið Starlight og fengu íslensku áhorfendurnar með sér í lið í hópsöng.

Þegar leið á lagið birtust allt í einu um tíu risablöðrur sem skoppuðu ofan á áhorfendunum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Hér að neðan má sjá upptöku sem tekinn var inni í Laugardalshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×