Enski boltinn

West Ham fékk Masuaku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Masuaku í leik gegn Bayern í Meistaradeildinni.
Masuaku í leik gegn Bayern í Meistaradeildinni. vísir/getty
Lundúnaliðið West Ham er búið að næla sér í nýjan vinstri bakvörð en félagið hefur keypt Arthur Masuaku frá Olympiacos.

Kaupverðið var ekki gefið upp en þessi 22 ára Frakki var klárlega ekki ókeypis. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham.

Slaven Bilic, stjóri West Ham, ákvað að kaupa nýjan bakvörð þar sem Aaron Cresswell mun ekki spila næstu fjóra mánuðina vegna meiðsla.

Masuaku sjálfur er hæstánægður með félagaskiptin og segist hafa dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni síðan hann var 18 ára gamall.

Hann á að baki unglingalandsleiki fyrir Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×