Sport

Meistararnir niðurlægðir með þessu snertimarki | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dontari Poe gefur hér umrædda sendingu.
Dontari Poe gefur hér umrædda sendingu. Vísir/Getty
Kansas City Chiefs vann afar sannfærandi sigur á Denver Broncos, 33-10, í leik liðanna aðfaranótt mánudags í NFL-deildinni.

Sigur Chiefs sá til þess að Broncos, ríkjandi meistarar, eiga ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið og verja þar með titilinn sinn.

Denver hafði betur gegn Carolina Panthers í Super Bowl í febrúar á þessu ári en það var síðasti leikur leikstjórnandans Peyton Manning.

Án Manning hefur Denver unnið átta af fimmtán leikjum sínum til þessa sem er ekki alslæmur árangur en vesturriðill Ameríkudeildarinnar er hins vegar sá sterkasti í NFL-deildinni þetta árið. Oakland trónir þar á toppnum með tólf sigra og Kansas City er með ellefu.

Möguleikar Denver voru þó ekki endanlega úr sögunni fyrr en með tapinu gegn Kansas City. Og síðarnefnda liðið lenti ekki í vandræðum með meistarana og ákvað svo að strá salti í sár þeirra með afar óhefðbundnu sóknarkerfi undir lok leiksins.

Varnartröllið Dontari Poe, sem er 155 kg að þyngd, tók sér þá stöðu sem leikstjórnandi og átti lygilega snertimarkssendingu á Demetrius Harris, líkt og sjá má á þessu myndbandi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×