Sport

Enn einn sigurinn hjá Kúrekunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dak Prescott, leikstjórnandi Cowboys, hefur átt ótrúlegt tímabil.
Dak Prescott, leikstjórnandi Cowboys, hefur átt ótrúlegt tímabil. vísir/getty
Dallas Cowboys heldur áfram að fara á kostum í NFL-deildinni og í nótt valtaði liðið yfir ljónin frá Detroit, 42-21.

Dallas er því búið að vinna þrettán leiki og aðeins tapa tveimur. Detroit er búið að vinna níu og tapa sex.

Nýliðaleikstjórnandi Kúrekanna, Dak Prescott, átti frábæran leik. Kláraði 15 af 20 sendingum sínum fyrir 212 jördum og þrem snertimörkum. Líkt og venjulega kastaði hann heldur ekki frá sér.

Nýliðahlaupari liðsins, Ezekiel Elliott, skoraði tvö snertimörk í leiknum og hljóp alls 80 jarda.

Útherjinn Dez Bryant skoraði einnig tvö snertimörk og var með 70 jarda í heidlina. Hann kastaði einnig fyrir einu snertimarki á Jason Witten.

Matthew Stafford, leikstjórnandi Lions, kláraði 26 af 46 sendingum sínum fyrir 260 jördum, engu snertimarki og kastaði einu sinni frá sér.

Hér má sjá helstu tilþrif leiksins í nótt.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×