Erlent

Forseti Evrópuþingsins varar við einræði í Tyrklandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins.
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins. Vísir/Getty
Martin Schulz forseti Evrópuþingsins fordæmir valdaránstilraunina í Tyrklandi í fréttatilkynningu. Hann segir ofbeldi aldrei leiða til friðsamlegra umskipta í stjórnmálum og að slíkar tilraunir geti einungis leitt til þess að skipta þjóðum í hópa.

Því næst beinir hann orðum sínum að stjórnvöldum í Tyrklandi og segir það afar mikilvægt að þau nýti ekki tækifærið til þess að skerða réttindi einstaklinga í lýðræðislegu landi. Hann varar þau við að skerða tjáningafrelsi og almenn réttindi.

Hann varar við einræði og segir handahófskenndar ákvarðanir ekki viðsættanlegar í landi sem sækist eftir aðild í Evrópusambandinu.

Hann segir það von þingsins að herlög verði afnumin sem fyrst og að valdinu verði skipt niður á milli stjórnsýslunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×