Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. júlí 2016 14:16 Ingibjörg Sólrún (t.h.) er búsett í Istanbúl þar sem voru átök í gær (t.v.) Vísir/Getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.” Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.”
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11