Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2016 13:00 Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45
Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00
Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09