Lögreglan varar við netveiðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 08:11 Dæmi um netveiðar. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér aðvörun um svokallaðar netveiðar eða „Phishing“. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. Með netveiðum er átt við að þegar grunlaus aðili fær tölvupóst um að hann eigi strax að fara í heimabankann sinn eða aðra síðu á borð við Paypal, Ebay eða Facebook svo dæmi séu tekin.Dæmi um netveiðar.Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuÞar eigi viðkomandi að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengill sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur eins út og heimabanki eða Paypal en er í raun fölsk síða. Tilgangurinn er að plata viðkomandi til að setja inn skráningarupplýsingar og lykilorð sem síðan er hægt að nota til að hafa af viðkomandi fé. Bendir lögregla á nokkrar góðar venjur til þess að viðhafa svo komast megi hjá því að lenda í netveiðum. • Aldrei að klikka á tengla sem eru sendir á þennan hátt og fara á síður með viðkvæmum og/eða fjármálatengdum upplýsingum. Bankar og önnur fyrirtæki senda ekki slíka tengla. Alltaf að opnan nýjan glugga á vafrara og fara beint á réttan stað ef þú ert ekki viss um hvort að þetta sé svindl. • Það eru nokkrar leiðir til að sannreyna svona síður en einfaldast er að fara aldrei um tengilinn. Vill lögreglan einnig gjarnan fá ábendingar um svindl af þessum toga og hvetur þá sem verða varir við slíkt að senda lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar eða með því að senda póst á abendingar@lrh.is Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér aðvörun um svokallaðar netveiðar eða „Phishing“. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að margar tilraunir til svokallaðra netveiða hafi verið framkvæmdar hér á landi. Með netveiðum er átt við að þegar grunlaus aðili fær tölvupóst um að hann eigi strax að fara í heimabankann sinn eða aðra síðu á borð við Paypal, Ebay eða Facebook svo dæmi séu tekin.Dæmi um netveiðar.Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuÞar eigi viðkomandi að leiðrétta eitthvað með því að smella á tengill sem fylgir í póstinum. Oftar en ekki sendir þessi tengill viðkomandi á síðu sem lítur eins út og heimabanki eða Paypal en er í raun fölsk síða. Tilgangurinn er að plata viðkomandi til að setja inn skráningarupplýsingar og lykilorð sem síðan er hægt að nota til að hafa af viðkomandi fé. Bendir lögregla á nokkrar góðar venjur til þess að viðhafa svo komast megi hjá því að lenda í netveiðum. • Aldrei að klikka á tengla sem eru sendir á þennan hátt og fara á síður með viðkvæmum og/eða fjármálatengdum upplýsingum. Bankar og önnur fyrirtæki senda ekki slíka tengla. Alltaf að opnan nýjan glugga á vafrara og fara beint á réttan stað ef þú ert ekki viss um hvort að þetta sé svindl. • Það eru nokkrar leiðir til að sannreyna svona síður en einfaldast er að fara aldrei um tengilinn. Vill lögreglan einnig gjarnan fá ábendingar um svindl af þessum toga og hvetur þá sem verða varir við slíkt að senda lögreglunni skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar eða með því að senda póst á abendingar@lrh.is
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira