Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 19:23 Dave Johnson tók evrópsku kylfingana í bakaríið. vísir/getty Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira