GoPro í vandræðum: Trompað af nýjum dróna DJI Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2016 15:27 DJI og GoPro eru nú í harðri samkeppni á drónamarkaði. Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega. Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rétt rúmri viku eftir að fyrirtækið GoPro kynnti nýjustu vöru sína hefur fyrirtækið verið trompað af keppinautum sínum. Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.Mavic Pro er minni en Karma og einnig er hægt að brjóta hann saman. Þrátt fyrir að Mavic Pro sé minni, fórnar hann ekki neinu af því sem hefur gert Phantom drónana svo vinsæla. Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað. Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega.
Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira