Commerzbank AG, næststærsti banki Þýskalandi, hefur sagt upp 9.600 af starfsmönnum bankans, eða um fimmtungi allra starfsmanna. Ekki verður greiddur út arður fyrir þetta ár og tvær stærri einingar verða sameinaðar.
Í frétt Wall Street Journal segir að fréttirnar séu skýrt merki þess að Martin Zielke, forstjóri bankans, ætli sér að draga úr umsvifum bankans, sem er að hluta í eigu þýska ríkisins.
Í yfirlýsingu segir að bankinn ætli sér að einbeita sér að kjarnastarfsemi, en að breytt umhverfi, aukin rafræn þjónusta og ferlar leiði til þess að 9.600 starfsmönnum verði sagt upp.
Fjárfestingahluti bankans og eining sem þjónar smáum og millistórum fyrirtækjum verða sameinaðar.
Kostmaður við endurskipulagningu bankans er áætlaður vera 1,1 milljarður evra, rúmlega 140 milljarðar króna. Tap á þriðja ársfjórðungi er áætlað 700 milljónir evra.

