Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:15 Dæmi eru um að börn sitji ein í matmálstímum. vísir/pjetur Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01