Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 21:48 "Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi lögreglumannsins. vísir/gva Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52