Aron Kristjánsson gerir átta breytingar á karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Portúgal öðru sinni í Kaplakrika klukkan 19.30.
Þetta stóð alltaf til en inn í liðið fyrir stjörnur á borð við Aron Pálmarsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson koma strákar úr afrekshópnum sem spiluðu með B-liðinu á móti U20 ára liðinu í gærkvöldi.
Það eru enn örfá sæti laus í vélinni til Póllands og verður því fróðlegt að sjá hverjir nýta tækifærið í kvöld og heilla þjálfarana.
Búast má við harðri baráttu hornamannanna Stefáns Rafns Sigurmannssonar og Bjarka Más Elíssonar en einnig eru leikmenn á borð við Arnór Þór Gunnarsson og Kára Kristján Kristjánsson mögulega að spila upp á farseðil á Evrópumótið.
Ísland tapaði, 32-28, á móti Portúgal í gærkvöldi en strákarnir okkar halda svo til Þýskalands á morgun og mæta þar Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í tveimur vináttuleikjum áður en haldið verður á EM í Póllandi.
Þessir verða ekki með í kvöld: Björgvin Páll Gústavsson, Vignir Svavarsson, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson.
Þessir koma inn úr B-liðinu: Stephen Nielsen, Arnar Freyr Arnarsson, Adam Haukur Baumruk, Árni Steinn Steinþórsson, Janus Daði Smárason, Róbert Aron Hostert, Bjarki Már Elísson og Guðmundur Árni Ólafsson.
Enginn Aron, Guðjón eða Snorri í kvöld | Aðrir fá tækifæri til að sanna sig
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
