Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 14:13 Arjan litli er með hjartagalla. vísir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. Þær fljúga frá Albaníu til London á mánudag, gista þar í eina nótt og koma svo til Íslands daginn eftir. Að sögn Hermanns Ragnarssonar sem aðstoðað hefur fjölskyldurnar er flugið frá London í boði flugfélagsins WOW air. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldum sínum þar sem mörgum blöskraði að langveik börn væru send úr landi, og það til Albaníu þar sem afar umdeilt er hvort heilbrigðiskerfið geti veitt drengjunum þá þjónustu sem þeir þurfa. „Fjölskylda Arjan er komin með íbúð á Ásbrú í Reykjanesbæ og fjölskyldufaðirinn er kominn með vinnu hjá verktaka í bænum. Fjölskylda Kevi er svo komin með íbúð í miðbæ Reykjavík. Pabbi hans verður svo í vinnu hjá mér til að byrja með en svo fara þau foreldrarnir væntanlega fljótlega á íslenskunámskeið þar sem þau tala hvorki ensku né íslensku,“ segir Hermann og bætir við að hann fái að vita annað hvort í dag eða á morgun með leikskólapláss fyrir börnin.Gaf 700 þúsund krónur í söfnunina Aðspurður hvernig söfnunin fyrir fjölskyldurnar hafi gengið segir Hermann að hún hafi gengið vel. „Það hafa safnast um 4,5 milljónir króna en það er auðvitað mikill kostnaður sem fylgir því að koma átta manna fjölskyldu til landsins og svo kostar að koma sér fyrir hér. Flugið frá Albaníu til London og nóttin á hóteli kostar til dæmis rúma milljón. Svo komast þau ekki inn í kerfið hér hvað varðar læknisþjónustu fyrr en efir sex mánuði, borga fyrir íslenskunámskeiðin og fylla íbúðirnar af húsgögnum,“ segir Hermann. Mjög margir lögðu til pening í söfnunina. „Fólk var að leggja inn allt frá 1000 krónum og upp í 30 þúsund. Svo voru nokkrir sem settu 50 þúsund og 100 þúsund og svo var einn einstaklingur, bara venjulegur maður eins og ég og þú, sem lagði inn 700 þúsund.“ Hermann segir að fjölskyldurnar hafi haft það fínt í Albaníu en að þær hlakki mikið til að koma til Íslands. „Hann Kevi litli er reyndar búinn að vera veikur og þarf líklegast að fara á sjúkrahús um leið og hann kemur hingað. Það eru bara þessi veikindi hjá honum sem eru að hrjá hann,“ segir Hermann. Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. Þær fljúga frá Albaníu til London á mánudag, gista þar í eina nótt og koma svo til Íslands daginn eftir. Að sögn Hermanns Ragnarssonar sem aðstoðað hefur fjölskyldurnar er flugið frá London í boði flugfélagsins WOW air. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldum sínum þar sem mörgum blöskraði að langveik börn væru send úr landi, og það til Albaníu þar sem afar umdeilt er hvort heilbrigðiskerfið geti veitt drengjunum þá þjónustu sem þeir þurfa. „Fjölskylda Arjan er komin með íbúð á Ásbrú í Reykjanesbæ og fjölskyldufaðirinn er kominn með vinnu hjá verktaka í bænum. Fjölskylda Kevi er svo komin með íbúð í miðbæ Reykjavík. Pabbi hans verður svo í vinnu hjá mér til að byrja með en svo fara þau foreldrarnir væntanlega fljótlega á íslenskunámskeið þar sem þau tala hvorki ensku né íslensku,“ segir Hermann og bætir við að hann fái að vita annað hvort í dag eða á morgun með leikskólapláss fyrir börnin.Gaf 700 þúsund krónur í söfnunina Aðspurður hvernig söfnunin fyrir fjölskyldurnar hafi gengið segir Hermann að hún hafi gengið vel. „Það hafa safnast um 4,5 milljónir króna en það er auðvitað mikill kostnaður sem fylgir því að koma átta manna fjölskyldu til landsins og svo kostar að koma sér fyrir hér. Flugið frá Albaníu til London og nóttin á hóteli kostar til dæmis rúma milljón. Svo komast þau ekki inn í kerfið hér hvað varðar læknisþjónustu fyrr en efir sex mánuði, borga fyrir íslenskunámskeiðin og fylla íbúðirnar af húsgögnum,“ segir Hermann. Mjög margir lögðu til pening í söfnunina. „Fólk var að leggja inn allt frá 1000 krónum og upp í 30 þúsund. Svo voru nokkrir sem settu 50 þúsund og 100 þúsund og svo var einn einstaklingur, bara venjulegur maður eins og ég og þú, sem lagði inn 700 þúsund.“ Hermann segir að fjölskyldurnar hafi haft það fínt í Albaníu en að þær hlakki mikið til að koma til Íslands. „Hann Kevi litli er reyndar búinn að vera veikur og þarf líklegast að fara á sjúkrahús um leið og hann kemur hingað. Það eru bara þessi veikindi hjá honum sem eru að hrjá hann,“ segir Hermann.
Tengdar fréttir „Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Mikil hamingja“ Hermann Ragnarsson, múrarameistari og velgjörðarmaður albönsku fjölskyldnanna, er að vonum ánægður með að þær fái íslenskan ríkisborgararétt. 19. desember 2015 16:32
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45