Innlent

Ástþór vill valdið til fólksins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon vísir
Ástþór Magnússon er kominn á fullt í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar í sumar en hann hefur formlega lýst því yfir að hann ætli fram.

Í myndbandi sem Ástþór setti á Facebook-síðu sína í gær segist hann vilja beint lýðræði og að settar verði skýrar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

„Hefði ég setið sem forseti síðastliðin 20 ár hefði ég ekki aðeins svarað kalli þjóðarinnar í stærstu málum eins og Kárahnjúkavirkjun, Icesave og fleiri. Ég hefði einnig beitt mér fyrir því af öllum krafti að fá fram breytingar á lögum þannig að þjóðin gæti krafist þjóðaratkvæðagreislu sjálf án þess að vera duttlungum forseta háð,“ segir Ástþór.

Myndbandið má sjá hér að neðan en eftir stutt ávarp frá Ástþóri má sjá ýmsar myndir af frambjóðandanum undir laginu Power to the People með John Lennon.

Valdið til fólksins. Virkjum Bessastaði - www.austurvollur.is

Posted by Ástþór Magnússon on Wednesday, 6 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×