Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þorl. 91-83 | Tveggja turna tal hjá Keflvíkingum Sveinn Ólafur Magnússon skrifar 7. janúar 2016 22:00 Earl Brown Jr. var góður í kvöld. vísir/vilhelm Keflvíkingar halda sínu skriði í Domino´s deild karla í körfubolta en liðið vann átta stiga sigur á Þór úr Þorlákshöfn í kvöld, 91-83, í fyrstu umferð nýs árs. Earl Brown Jr. og Valur Orri Valsson voru í aðalhlutverki hjá Keflavík og skoruðu saman 59 stig, Brown 34 stig og Valur Orri 25 stig. Þórsarar voru einu stigi eftir fyrsta leikhluta en Keflvíkingar komust fimm stigum yfir fyrir hálfleik (37-22) og leiddu síðan með fjórtán stigum fyrir lokaleikhlutann, 65-51. Kelfvíkingar voru komnir mest sautján stigum yfir í lokaleikhlutanum en Þórsliðið lagaði stöðuna í lokin með því að skora átta síðustu stig leiksins. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshöfn í kvöld í TM-höllinni en 10. umferð Domino´s deild karla hófst í kvöld. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá báðum liðum í seinni umferð Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Fyrirliði Keflvíkinga, Magnús Þór Gunnarsson, spilaði ekki með í kvöld vegna veikinda.Fyrri leik liðana lauk með naumum sigri Keflvíkinga 101-104 og töldu margir spekingar það vera óvænt úrslit. Leikurinn var rólegur í upphafi og var eins og jólasteikin sæti aðeins í mönnum en það var lítið skorað. Keflvíkingar spiluðu mjög hreyfanlega vörn í upphafi leiks þar sem Þórsarar áttu erfitt með að finna leið að körfunni. Þó að vörn Keflvíkinga væri góð var nú ekki það sama sagt um sóknina en þeir voru með mislagðar hendur í sókninni. Hjá Þórsurum var Ragnar Örn Bragason sprækur og setti meðal annars niður tvo þrista. Það var greinilegt að Earl átti að draga Ragnar Ágúst Nathanaelsson út úr teignum og gekk það nokkuð vel, þá náði Earl að skora nokkrar auðveldar körfur með því að keyra að körfu Þórs og skora. Þórsarar voru með yfirhöndina þó að forystan væri aldrei nein að ráði. Eins og kom fram hér að ofan var lítið skorað en Þórsarar leiddu eftir fyrsta leikhluta 16 - 17. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti, rólega. Keflvíkingum gekk vel að loka á Ragnar Nat í sókninni og Earl skoraði auðveldar körfur. Reggie Dupree setti mikilvæg stig um miðjan annan leikhluta og Keflvíkingar náðu að keyra upp hraðann undir lok fyrri hálfleiks. Valur Orri var maðurinn á þessum tímapunkti en hann setti niður 10 stig í röð fyrir Keflvíkinga. Lykilleikmenn hjá Þórsurum voru engan veginn að finna sig í fyrri hálfleik og sóknarleikur liðsins var ryðgaður. Þórsarar voru oft að skjóta undir lok skotklukkunnar, þá frekar erfið skot. Valur Orri opnaði seinni hálfleikinn á körfu og dreif sína menn áfram. Liðin skiptust á að skora þó að Keflvíkingar væru örlítið á undan. Einari Árna, þjálfara var ekki skemmt þegar liðið hans var komið 9 stigum undir og bað um leikhlé. Leikhléið skilaði litlu sem engu því Keflvíkingar héldu forskotinu og bættu meir að segja í það. Þegar þriðja leikhluta lauk var forysta Keflvíkinga orðin 12 stig. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhluta á svæðisvörn sem gekk upp og ofan, allavega náðu Keflvíkingar auðveldum körfum. Keflvíkingar héldu fengnum hlut án þess að Þórsara næðu að ógna þeim af einhverju ráði. Keflvíkingar spiluðu fasta vörn og áttu Þórsarar í vandræðum sóknarlega. Keflvíkingar sigldu öruggum sigri heim í frekar bragðdaufum leik ef frá eru taldar nokkrar mínútur í seinni hálfleik. Það sem stóð uppúr eftir leikinn var enn einn stórleikur Vals Orra en þessi ungi leikmaður á án efa eftir að gera það gott á erlendi grundu. Einnig var varnarleikur Keflvíkinga mjög góður í kvöld, menn voru að hjálpa hver öðrum í vörninni og tala saman. Með sigri Keflavíkur halda þeir toppsætinu og virðist ætla verða erfitt fyrir önnur lið að ná því sæti af þeim. Bestir í liði Keflvíkinga var Valur Orri Valsson sem skoraði 25 stig, Earl Brown Jr. en hann setti 34 stig aðrir voru með töluvert minna. Reggie Dupree mætti einnig nefna ásamt þeim Guðmundi Jónssyni, Ágústi Orrasyni og Magnúsi Má Traustasyni en þeir spiluðu mjög vel og áttu mikilvægar körfur. Hjá Þór Þorlákshöfn átti Ragnar Örn Bragason ágætis spretti einnig kom Grétar Ingi Erlendsson með ágæta innkomu. Menn eins og Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Vence Hall Michael verða að spila betur ef liðið á að vera í toppbaráttunni.Sigurður: Ánægður með vörnina Ég er ánægður og sérstaklega með vörnina: Sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga eftri sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn á góðu lið Þórs. Við spiluðum góða vörn mest allan leikinn þannig að ég er ánægður með strákanna í liðinu”. En Keflvíkingar héldu Þórsurum í 83 stigum í kvöld. Keflvíkingar spiluðu án Magnúsar Þór Gunnarssonar í kvöld sem var veikur og kom það ekki að sök. „Maggi var veikur í dag og gat ekki verið með en þetta gekk fínt. Leikplanið gekk að mestu leiti upp sérstaklega varnarlega. Við tökum bara einn leik í einu þetta er svo jöfn deild. Við erum ekkert að hugsa um hvort liðið komist alla leið eða ekki,“ sagði Sigurður Ingimundarson glaður í leikslok.Valur Orri: Við söknuðum ekki Magga í kvöld Valur Orri Valsson átti enn einn stórleikinn með Keflavíkurliðinu og skoraði 25 stig í sigrinum á Þór í kvöld. „Við náðum okkur í gang í öðrum leikhluta, spiluðum eins og við erum búnir að gera í vetur og fín vörn allan leikinn. Við lögðum upp með að lokka stóru mennina þeirra út úr teygnum og það gekk nokkuð vel,“ sagði Valur Orri. „Við ætluðum einnig að taka fast á bakvörðunum þeirra og spila fasta vörn. Þeir eru góðir í að hreyfa boltann mikið og við þurftum að stoppa það hjá þeim,“ sagði Valur. „Við erum með góða og mikla breidd. Við sýndum að við getum allir spilað en það voru margir sem tóku þátt í kvöld. Við söknuðum ekki Magga í kvöld þó hefði verið gaman að hafa hann með,“ sagði Valur Orri Valsson að lokum. og glotti við tönnGrétar Ingi: Það fór margt úrskeiðis hjá okkur Grétar Ingi Erlendsson leikmaður Þórs var ekki eins sáttur í leikslok eftir tapið gegn Keflvíkingum „Ég er ekki sáttur enda ætluðum við okkur að gera allt aðra hluti en við gerðum. Það fer margt úrskeiðis hjá okkur. Við spiluðum ekki þá vörn sem lögðum upp með og svo erum við að læra nýja hluti. Það tekur tíma að komast inni í hlutina aftur,“ sagði Grétar Ingi en hann er ný kominn úr meiðslum en þetta var aðeins annar leikurinn hans á þessu tímabili. „Ég er allur á leiðinni til baka, þetta er allt á réttri leið. Maður hefur alveg verið betri og kannski eðlilegt eftir aðgerðina”. Sagði Grétar Ingi að lokum.Einar Árni: Valur Orri saltaði okkur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsliðsins, var að sætta sig að fá ekki stig á móti Keflavík á þessu tímabili. „Þetta er svekkjandi, við voru búnir að bíða spenntir að fara af stað aftur. Við vorum með ágætis tök svona fyrstu 16 mínúturnar en þeir ná einu „rönni“ þar sem Valur Orri setti nokkur stig á okkur og fékk víti að auki, þeir ná svona mómenti og svo sigla þeir þessu heim,“ sagði Einari Árni. „Mér fannst þeir hafa ótrúlega lítið fyrir þessu, þeir sigla þessu heim. Við vissum fyrir leikinn að þeir ætluðu að ná stóru mönnunum okkar út úr teignum. Við ætluðum að gefa Earl Brown skot og leggja áherslu að að stoppa bakverðina hjá þeim en Valur Orri saltaði okkur,“ sagði Einar Árni þjálfari þjálfari Þórs en þeirra bíður erfitt prógramm, bæði í bikar og deild.Textalýsingu frá leik Keflavíkur og Þórs Þ. má finna hér fyrir neðan.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Keflvíkingar halda sínu skriði í Domino´s deild karla í körfubolta en liðið vann átta stiga sigur á Þór úr Þorlákshöfn í kvöld, 91-83, í fyrstu umferð nýs árs. Earl Brown Jr. og Valur Orri Valsson voru í aðalhlutverki hjá Keflavík og skoruðu saman 59 stig, Brown 34 stig og Valur Orri 25 stig. Þórsarar voru einu stigi eftir fyrsta leikhluta en Keflvíkingar komust fimm stigum yfir fyrir hálfleik (37-22) og leiddu síðan með fjórtán stigum fyrir lokaleikhlutann, 65-51. Kelfvíkingar voru komnir mest sautján stigum yfir í lokaleikhlutanum en Þórsliðið lagaði stöðuna í lokin með því að skora átta síðustu stig leiksins. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshöfn í kvöld í TM-höllinni en 10. umferð Domino´s deild karla hófst í kvöld. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá báðum liðum í seinni umferð Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Fyrirliði Keflvíkinga, Magnús Þór Gunnarsson, spilaði ekki með í kvöld vegna veikinda.Fyrri leik liðana lauk með naumum sigri Keflvíkinga 101-104 og töldu margir spekingar það vera óvænt úrslit. Leikurinn var rólegur í upphafi og var eins og jólasteikin sæti aðeins í mönnum en það var lítið skorað. Keflvíkingar spiluðu mjög hreyfanlega vörn í upphafi leiks þar sem Þórsarar áttu erfitt með að finna leið að körfunni. Þó að vörn Keflvíkinga væri góð var nú ekki það sama sagt um sóknina en þeir voru með mislagðar hendur í sókninni. Hjá Þórsurum var Ragnar Örn Bragason sprækur og setti meðal annars niður tvo þrista. Það var greinilegt að Earl átti að draga Ragnar Ágúst Nathanaelsson út úr teignum og gekk það nokkuð vel, þá náði Earl að skora nokkrar auðveldar körfur með því að keyra að körfu Þórs og skora. Þórsarar voru með yfirhöndina þó að forystan væri aldrei nein að ráði. Eins og kom fram hér að ofan var lítið skorað en Þórsarar leiddu eftir fyrsta leikhluta 16 - 17. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti, rólega. Keflvíkingum gekk vel að loka á Ragnar Nat í sókninni og Earl skoraði auðveldar körfur. Reggie Dupree setti mikilvæg stig um miðjan annan leikhluta og Keflvíkingar náðu að keyra upp hraðann undir lok fyrri hálfleiks. Valur Orri var maðurinn á þessum tímapunkti en hann setti niður 10 stig í röð fyrir Keflvíkinga. Lykilleikmenn hjá Þórsurum voru engan veginn að finna sig í fyrri hálfleik og sóknarleikur liðsins var ryðgaður. Þórsarar voru oft að skjóta undir lok skotklukkunnar, þá frekar erfið skot. Valur Orri opnaði seinni hálfleikinn á körfu og dreif sína menn áfram. Liðin skiptust á að skora þó að Keflvíkingar væru örlítið á undan. Einari Árna, þjálfara var ekki skemmt þegar liðið hans var komið 9 stigum undir og bað um leikhlé. Leikhléið skilaði litlu sem engu því Keflvíkingar héldu forskotinu og bættu meir að segja í það. Þegar þriðja leikhluta lauk var forysta Keflvíkinga orðin 12 stig. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhluta á svæðisvörn sem gekk upp og ofan, allavega náðu Keflvíkingar auðveldum körfum. Keflvíkingar héldu fengnum hlut án þess að Þórsara næðu að ógna þeim af einhverju ráði. Keflvíkingar spiluðu fasta vörn og áttu Þórsarar í vandræðum sóknarlega. Keflvíkingar sigldu öruggum sigri heim í frekar bragðdaufum leik ef frá eru taldar nokkrar mínútur í seinni hálfleik. Það sem stóð uppúr eftir leikinn var enn einn stórleikur Vals Orra en þessi ungi leikmaður á án efa eftir að gera það gott á erlendi grundu. Einnig var varnarleikur Keflvíkinga mjög góður í kvöld, menn voru að hjálpa hver öðrum í vörninni og tala saman. Með sigri Keflavíkur halda þeir toppsætinu og virðist ætla verða erfitt fyrir önnur lið að ná því sæti af þeim. Bestir í liði Keflvíkinga var Valur Orri Valsson sem skoraði 25 stig, Earl Brown Jr. en hann setti 34 stig aðrir voru með töluvert minna. Reggie Dupree mætti einnig nefna ásamt þeim Guðmundi Jónssyni, Ágústi Orrasyni og Magnúsi Má Traustasyni en þeir spiluðu mjög vel og áttu mikilvægar körfur. Hjá Þór Þorlákshöfn átti Ragnar Örn Bragason ágætis spretti einnig kom Grétar Ingi Erlendsson með ágæta innkomu. Menn eins og Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Vence Hall Michael verða að spila betur ef liðið á að vera í toppbaráttunni.Sigurður: Ánægður með vörnina Ég er ánægður og sérstaklega með vörnina: Sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga eftri sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn á góðu lið Þórs. Við spiluðum góða vörn mest allan leikinn þannig að ég er ánægður með strákanna í liðinu”. En Keflvíkingar héldu Þórsurum í 83 stigum í kvöld. Keflvíkingar spiluðu án Magnúsar Þór Gunnarssonar í kvöld sem var veikur og kom það ekki að sök. „Maggi var veikur í dag og gat ekki verið með en þetta gekk fínt. Leikplanið gekk að mestu leiti upp sérstaklega varnarlega. Við tökum bara einn leik í einu þetta er svo jöfn deild. Við erum ekkert að hugsa um hvort liðið komist alla leið eða ekki,“ sagði Sigurður Ingimundarson glaður í leikslok.Valur Orri: Við söknuðum ekki Magga í kvöld Valur Orri Valsson átti enn einn stórleikinn með Keflavíkurliðinu og skoraði 25 stig í sigrinum á Þór í kvöld. „Við náðum okkur í gang í öðrum leikhluta, spiluðum eins og við erum búnir að gera í vetur og fín vörn allan leikinn. Við lögðum upp með að lokka stóru mennina þeirra út úr teygnum og það gekk nokkuð vel,“ sagði Valur Orri. „Við ætluðum einnig að taka fast á bakvörðunum þeirra og spila fasta vörn. Þeir eru góðir í að hreyfa boltann mikið og við þurftum að stoppa það hjá þeim,“ sagði Valur. „Við erum með góða og mikla breidd. Við sýndum að við getum allir spilað en það voru margir sem tóku þátt í kvöld. Við söknuðum ekki Magga í kvöld þó hefði verið gaman að hafa hann með,“ sagði Valur Orri Valsson að lokum. og glotti við tönnGrétar Ingi: Það fór margt úrskeiðis hjá okkur Grétar Ingi Erlendsson leikmaður Þórs var ekki eins sáttur í leikslok eftir tapið gegn Keflvíkingum „Ég er ekki sáttur enda ætluðum við okkur að gera allt aðra hluti en við gerðum. Það fer margt úrskeiðis hjá okkur. Við spiluðum ekki þá vörn sem lögðum upp með og svo erum við að læra nýja hluti. Það tekur tíma að komast inni í hlutina aftur,“ sagði Grétar Ingi en hann er ný kominn úr meiðslum en þetta var aðeins annar leikurinn hans á þessu tímabili. „Ég er allur á leiðinni til baka, þetta er allt á réttri leið. Maður hefur alveg verið betri og kannski eðlilegt eftir aðgerðina”. Sagði Grétar Ingi að lokum.Einar Árni: Valur Orri saltaði okkur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsliðsins, var að sætta sig að fá ekki stig á móti Keflavík á þessu tímabili. „Þetta er svekkjandi, við voru búnir að bíða spenntir að fara af stað aftur. Við vorum með ágætis tök svona fyrstu 16 mínúturnar en þeir ná einu „rönni“ þar sem Valur Orri setti nokkur stig á okkur og fékk víti að auki, þeir ná svona mómenti og svo sigla þeir þessu heim,“ sagði Einari Árni. „Mér fannst þeir hafa ótrúlega lítið fyrir þessu, þeir sigla þessu heim. Við vissum fyrir leikinn að þeir ætluðu að ná stóru mönnunum okkar út úr teignum. Við ætluðum að gefa Earl Brown skot og leggja áherslu að að stoppa bakverðina hjá þeim en Valur Orri saltaði okkur,“ sagði Einar Árni þjálfari þjálfari Þórs en þeirra bíður erfitt prógramm, bæði í bikar og deild.Textalýsingu frá leik Keflavíkur og Þórs Þ. má finna hér fyrir neðan.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira